STRÁKARNIR STÓÐU SIG SVO SANNARLEGA EINS OG HETJUR Í DAG

Og ég verð að taka undir það að dómarinn átti afskaplega dapran dag.  En rauða spjaldið,sem Ólafur Ingi fékk held ég að hafi verið alveg réttur dómur en Króatinn var "klókur" hann var ekki að "berjast við að standa í lappirnar", en aftur á móti var dómarinn full gjafmildur við Króatana þegar þeir voru í "dívuleik". En það verður ekki hægt að hæla strákunum nóg fyrir frammistöðuna eftir að þeir urðu einum færri og hvernig þeir spiluðu síðustu 43 mínútur leiksins, er ógleymanlegt og fram að því að Ólafur fór útaf, máttu Króatarnir prísa sig sæla að fá ekki á sig eitt til tvö mörk................
mbl.is Ísland náði jafntefli manni færri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Já svo sannarlega.Og með jafnteflinu vona ég að íslendingar hafi bara verið að prófa styrkleikann hjá króötunum eins og Carlson í fyrstu fjórum skákunum gegn Anand.Seinni leikurinn verður erfiður án Alfreðs en leikurinn í gær sýndi að Króatarnir hafa veikleika svo við vonum það besta.

Jósef Smári Ásmundsson, 16.11.2013 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband