RÁÐ VIÐ TIMBURMÖNNUM

Ég hef nú ekki fengið tækifæri til þess að prófa þetta ráð alveg örugglega (því ég drekk ekki nógu og oft áfenga drykki til þess að tilraunin sé marktæk).  Málið er það að fyrir nokkrum árum var mér sagt það að "timburmenn" kæmu vegna vökvaskorts í líkamanum eftir áfengisdrykkju (mér fannst þetta nú hljóma svolítið öfugsnúið fyrst).  En þar sem ég drekk nú reglulega, ég fæ mér alltaf koníak á gamlárskvöld, það hefur ekki klikkað í meira en 20 ár, þá ákvað ég að prófa þetta.  Og eftir að hafa fengið mér nokkur koníaksstaup á gamlárskvöld 2004 drakk ég einn og hálfan lítir af vatni áður en ég fór að sofa.  Þetta hef ég gert síðan og viti menn ég er alveg laus við "þynnku" og það er engu líkara en ég hafi bara ekkert verið að drekka daginn áður.
mbl.is Sannleikurinn um timburmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það að vakna upp að morgni með þynnku er bara fyrir alvöru karlmenn til að takast á við...þetta með að drekka vatn eftir drykkju er bara fyrir kellingar.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 11.3.2014 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband