HAMILTON ER ÖFLUGUR EN VERÐUR EKKI MEISTARI ÞETTA ÁRIÐ........

Þessi formúluvertíð lofar góðu og það er langt síðan hún hefur verið jafn jöfn og spennandi í upphafi.  Persónulega er ég á því að Raikkonen eigi eftir að verða Alonso ansi erfiður og það verður örugglega mikil barátta milli þeirra tveggja, þó ekki sé nema um það hvor verði ökumaður liðsins númer 1.  Svo hef ég alltaf verið veikur fyrir Massa og ökuprófanirnar lofa mjög góðu fyrir Williams liðið og allt útlit fyrir að niðurlægingartímabili liðsins sé lokið.  Ég vona svo sannarlega að Massa endi sem heimsmeistari, í það minnsta ofarlega.  En þó að ekki hafi gengið vel hjá Red Bull skyldi enginn afskrifa Vettel, hann er besti ökumaður formúlunnar það hefur hann sýnt og sannað síðustu ár og hann er ekki hættur.  En eitt er víst að tímabilið lofar góðu og allir formúluaðdáendur GÓÐA SKEMMTUN.
mbl.is Hill veðjar á Hamilton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband