Föstudagsgrín

Jóna litla var ekki besti nemandinn í sunnudagaskólanum.  Vanalega sofnaði hún, og einu sinni sem oftar þegar hún er sofandi spyr kennarinn hana spurningar:  „Segðu mér Jóna, hver skapaði heiminn?“  Þegar hún svarar ekki tekur drengur sem var fyrir aftan hana pinna og stingur í hana.  Hún hrópar uppyfir sig: „Guð minn góður“.  Kennarinn er ánægður og Jóna sofnar aftur.
Nokkru síðar spyr kennarinn hana aftur: „Hver er bjargvættur okkar“.  Þegar hún svaraði ekki stakk strákurinn hana aftur með pinnanum.  „Jesús Kristur “ öskraði þá Jóna.  „Mjög gott“, segir kennarinn og Jóna sofnar enn eina ferðina.
Undir lok tímas spyr kennarinn Jónu þriðju spurningarinnar:“Hvað sagði Eva við Adam, þegar hún átti 23 barnið með honum?“  Þar sem Jóna steinsvaf stakk strákurinn aftur pinnanum í hana.  Nú var Jónu nóg boðið sem áttaði sig ekki á spurningunni og hrópaði á strákinn: „Ef þú stingur þessum helvítis drasli aftur í mig, þá brýt ég það í tvo hluta og sting því upp í rassinn á þér.“

Kennarinn féll í yfirlið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband