FYRSTI TVÖFALDI SIGUR MERCEDES SÍÐAN 1955

Það var síður en svo hægt að segja um þessa keppni að hún væri ekki spennandi.  Sérstaklega var gaman að fylgjast með Hulkenberg, Bottas og svo var algerlega stórkostlegt að sjá hvernig Ricciardo var að standa sig en því miður varð hann að hætta keppni eftir eitthvað bras í þjónustuhléi (mönnum ber ekki saman um hvað hafi gerst en það var engu líkara en að vinstra framhjólið hafi ekki sest nægilega vel) og lið ekki viljað taka sénsinn á að hann færi út aftur.  Ferrarí bíllinn á greinilega nokkuð langt í að verða nógu og góður og það er örugglega ekki ásættanlegur árangur þar á bæ að aðeins annar bíllinn endi í stiga sæti, Alonso var í fjórða sæti en Raikkonen varð annað hvort í 11 eða 12 sæti (man það ekki alveg).  Sjálfsagt eiga Massa og Bottas eftir að ræða málin eftir þennan  kappakstur og eitthvað á sir Frank Williams eftir að blanda sér í málin.  Þessi kappakstur gefur góð fyrirheit um þann næsta.
mbl.is Hamilton sér á parti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband