HRÆÐSLUÁRÓÐURINN OG LÁGKÚRAN ALLTAF AÐ NÁ NÝJUM HÆÐUM

Það á að beita öllum mögulegum og ómögulegum aðferðum til þess að fá stjórnvöld til þess að setja LÖG á fyrirhugað verkfall atvinnuflugmanna.  Og þá er verið að tala um að "þjóðarhagsmunir" séu í húfi.  Eru ekki þjóðarhagsmunir í húfi í öllum verkföllum??? Landið lokast ekkert þó flugmenn hjá Icelandair fari í verkfall ég veit ekki hversu mörg flugfélög eru með ferðir hingað og ef farþegar geta ekki flogið með Icelandair eru nokkuð mörg flugfélög sem geta tekið við þeim.  Á ekki bara að leifa kjaradeilum að hafa sinn gang?  Ef fyrirtækin geta ekki séð um sína kjarasamninga án inngripa frá opinberum aðilum getur varla verið að þau séu rekstrarhæf og því á bara að leifa þeim að fara á hausinn.
mbl.is Stærsta ferðasumar sögunnar í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvernig er með þessa þingmenn, ætla þeir ekki að leggja niður vinnu vegna sveitarstjórnarkosninganna, þó ærin séu verkin sem bíða? Þarf ekki að setja lög á þá til að halda þeim að verki?  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.5.2014 kl. 18:21

2 Smámynd: Hvumpinn

Björgólfur Jóhannsson formaður SA er greinilega valdameiri en Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group þessa dagana. Það er spurning hversu miklu tjóni sá fyrri kann að valda áður en hluthafar og stjórn Icelandair Group grípa frammí fyrir hendurnar á hinum og jafnvel skipta honum út.

Hvumpinn, 9.5.2014 kl. 19:49

3 identicon

Alveg ótrúlegt að maðurinn skuli ekki vera vanhæfur !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 9.5.2014 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband