RED BULL RAUF SIGURGÖNGU MERCEDES

Það var unun að sjá hvernig Ricciardo ók í keppninni í dag.  Og að sjá þegar hann fór framúr Perez var hreinasta snilld og nánast bara skyldu framúrakstur þegar hann tók Rosberg (DRS framúrakstur og það fremur einfaldur).  En SKÚRKURINN í þessum kappakstri hlýtur að teljast vera Perez, það var nokkuð augljóst að hann lagði einum of mikið á sig við að halda Massa fyrir aftan sig og endaði með því að báðir duttu út og mega bara prísa sig sæla yfir því að sleppa óslasaðir frá þessu.  Enn einu sinni varð Vettel að horfa upp á það að verða fyrir aftan liðsfélaga sinn þrátt fyrir að vera mun framar á ráslínu.  Ricciardo hefur svo sannarlega stimplað sig hressilega inn eftir að hann gekk til liðs við Red Bull liðið og nokkuð öruggt að hann á framtíðina fyrir sér.  En Vettel er ekki fjórfaldur heimsmeistari fyrir ekki neitt og nokkuð víst að hann hefur ekki sagt sit síðasta.  Það var leitt að sjá að Hamilton skyldi þurfa að hætta keppni, sem gerir keppnina um heimsmeistaratitilinn auðveldari fyrir Rosberg, þetta er önnur keppnin sem Hamilton nær ekki að klára á þessu ári, sem hlýtur að valda honum nokkrum áhyggjum...............
mbl.is Ricciardo brosti breiðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband