ÞAÐ VÆRI SYND AÐ SEGJA AÐ HEPPNIN ELTI HAMILTON ÞESSAR VIKURNAR....

Að óhappi Hamiltons var mjög fátt sem kom á óvart.  Williams - ökumennirnir héldu áfram að styrkja stöðu sína og voru í öðru (Bottas) og þriðja (Massa) en Magnussen (McLaren) átti frábæran hring en hann varð í fjórða sæti.  Það má allt að því segja að Magnussen sé á heimavelli enda voru Danir mjög áberandi meðal áhorfenda og vonandi vera þeir ekki fyrir vonbrigðum á morgun.  Jenson Button var fyrir utan topp tíu (ég man ekki alveg í augnablikinu hvar hann lenti) en í viðtali sagði hann að bíllinn hefði verið eitthvað undarlegur og hann hefði haft það á tilfinningunni að hann væri að keyra rallíbíl (árinni kennir illur ræðari).  Og enn einu sinni var Maldonado í veseni.  Þessi maður ætti nú að fara að snúa sér að einhverju öðru en kappakstri, ég hef heyrt að það vanti fólk í fiskvinnslu á Raufarhöfn.
mbl.is Rosberg á ráspól í Hockenheim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband