LÖNGU TÍMABÆR FRAMKVÆMD......

Því miður hefur það "tafist" von úr viti að framkvæmdir þarna yrðu hafnar en loksins þegar var byrjað gengur verkið eins og í sögu, enda hefur verið unnið vel að undirbúningi og sá langi tími sem þetta hefur verið í "ferli" nýttur vel. Austfirðingar hafa verið MJÖG umburðarlyndir, gagnvart samgöngubótum í öðrum landsfjórðungum og ekki laust við að maður fái það á tilfinninguna að menn hafi notfært sér það og það hafi valdið óþarfa töfum á því að þetta verk gæti hafist.  Ekki þurfti að LJÚGA þetta verk af stað, með því að segja að það væri í "einkaframkvæmd" en kría á sama tíma út átta milljarða LÁN með ríkisábyrgð (sem við vitum öll að skattgreiðendur enda á að borga).  Hefði bara ekki verið ódýrara að bora eftir heitu vatni á Vaðlaheiði????  Ég óska Austfirðingum til hamingju með það að loksins skuli hylla undir að Norðfjarðargöng komist í gagnið en minni jafnframt á að menn hætti að setja fjármagn í einhver "gæluverkefni" en einbeiti sér þess í stað að samgöngubótum á Austfjörðum og Vestfjörðum, þar sem þörfin er mest...............
mbl.is Komnir hálfa leið í Norðfjarðargöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Fagna þessu einlæglega,enda löngu tímabært að ráðast í þessar framkvæmdir.

Helga Kristjánsdóttir, 30.9.2014 kl. 02:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband