ÞINGFLOKKSFORMAÐURINN HEFUR NÁÐ NÝJUM LÆGÐUM VARÐANDI UMGENGNI VIÐ SANNLEIKANN.....

Maðurinn þarf virkilega að fara að láta skoða á sér toppstykkið.  Þessi umræða um "matarskattinn" er algjörlega komin út um víðan völl.  Kunningi minn hefur haldið MJÖG nákvæmt heimilisbókhald og þegar hann skoðaði eyðsluna hjá sér síðustu fimm árin, kom í ljós að heildarútgjöld hans í 7% VSK þrepinu voru að meðaltali 8,82% af heildarútgjöldunum.  Enda þegar skoðaðir eru strimlarnir frá matvöruverslunum, þá sést að mikill minnihluti þeirra vara sem er keyptur er í 7% VSK þrepinu.  Þessi maður reiknaði það út að miðað við þessar fyrirhuguðu VSK breytingar myndi hann HAGNAST um 19.858 og ef hann myndi kaupa sér flatskjá yrði hagnaðurinn enn meiri og ég tala nú ekki um ef hann myndi splæsa í nuddpott líka.  Það var of flókið mál hjá honum að fara að reikna út sparnaðinn vegna vörugjaldanna en það er nokkuð augljóst að sá sparnaður verður umtalsverður enda hef ég eftir raftækjasölum að það hefur orðið umtalsverður samdráttur í sölu raftækja síðustu mánuði því fólk virðist vera að bíða með endurnýjun á tækjum þar til þessi breyting gengur í gegn.  Umræðan um þessa hækkun á neðra skattþrepinu virðist vera í svolitlum skotgrafastíl og einkennast svolítið af "popúlisma" ......
mbl.is „Allt sem háttvirtur þingmaður sagði er rangt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband