"EKKI ER ALLT SEM SÝNIST"

Eins og fram kemur í viðkomandi frétt.  Þarna er jú verið að tala um "grunnfargjald" en þá er eftir að reikna ýmislegt inn eins og t.d. "töskugjaldið, flugvallarskatta og fleira.  Þetta er svipað og þegar læknar og fleiri eru að tala um launin, þá nefna þeir alltaf grunnlaunin en sleppa því að tala um viðbæturnar, sem eru jú laun líka.  Annars upplifði ég þessa "hörðu markaðssetningu" á eigin skinni um daginn.  Einn aðili auglýsti ferðir til London á meiriháttar kjörum á heimsíðunni sinni.  Ég fór út af heimasíðunni á meðan ég hugsaði málið.  En ég ákvað að láta slag standa og fór aftur inn á heimasíðuna, en viti menn þá voru þessi verð ekki lengur í boði HELDUR HAFÐI ÞAÐ HÆKKAÐ UM 7.700 KRÓNUR og þar með varð ekkert úr að ég skellti mér til London.  Seinna sagði mér maður að þetta væri nokkuð mikið gert, af þeim sem væru að selja á "netinu".  Allir hafa sína IP tölu og þegar hún kemur í fyrsta skipti inn, þá koma þessi "tilboð" upp, þeir sem eru fljótir að ákveða sig fá þessi verð en menn sem eru ekki fljótir til (fara út af síðunni og koma seinna inn til að klára dæmið) fá hreinlega ekki þessa möguleika upp þegar IP talan þeirra kemur upp í annað skiptið...................
mbl.is Fargjald WOW of gott til að vera satt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband