Föstudagsgrín

Frakki Rússi og Íslendingur voru á ferðalagi og orðnir rammvilltir. Þeir sáu eitthvað undarlegt í fjarska og ákváðu að athuga það, og það reyndist vera dyrarammi. Og á honum stóð “nefndu staðinn og gakktu í gegn” Frakkinn á kvað að reyna þetta og sagði “París”, og sjá! hinum megin við dyrnar birtis Champs-Élysées! Frakkinn stökk í gegnum dyrnar, en gleymdi að þetta var á sjálfan Bastilludaginn svo hann varð undir skriðdreka í árlegu hersýningunni. Og svo hvarf Frakkinn og breiðgatan líka. Hver f###inn! sagði íslendingurinn. Rússinn sá að þetta var tækifærið til að komast á betri stað og sagði “New York!”, og fimmta breiðstræti blasti við gegnum dyrnar. Rússinn stökk í gegn, varð undir leigubíl, og var svo rændur. “Hver a#####tinn!” sagði íslendingurinn. Svo hvarf rússinn og fimmta breiðstræti. “Það er víst fja###kornið betra að ná upp ferð áður en maður fer þarna í gegn” hugsaði íslendingurinn og tók langt tilhlaup, og hljóp svo í átt að dyrunum. Rétt áður en hann kemur að dyrunum stígur hann í skóreimarnar og hrasar. “HELVÍTI!” segir hann um leið og hann dettur í gegnum dyrnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ Æ cry

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2015 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband