ER ÞESSI NIÐURSTAÐA EKKI NOKKURN VEGINN SÚ SEM MÁTTI BÚAST VIÐ???

Það virðist vera að verslunareigendur á Íslandi ætlist til að almenningur fjármagni alla offjárfestingu þeirra og bruðl og svo VÆLA þeir í stjórnvöldum yfir aukinni netverslun Íslendinga.  En þeir "gleyma" því að þegar almenningur kaupir vörur á netinu, er verið að greiða sömu gjöld vegna innflutnings á vörunni og þeir gera, nema að almenningur nýtur ekki neinna afsláttarkjara vegna magninnkaupa og svo er náttúrulega greidd smásöluálagningin erlendis.  En aftur á móti "sleppur" almenningur við himinháa álagningu Íslenskra verslunareigenda.  Í því felst kannski óréttlætið????? Verða Íslenskir verslunareigendur ekki bara að fara að aðlaga sig að þeim raunveruleik sem er í gangi????


mbl.is Verðlækkanir ekki í samræmi við væntingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er einmitt mergur málsins, verslunin í landinu verður að laga sig að þeim raunveruleik sem er í gangi, þ.e. ef hún ætlar að halda lífi.

Það er ekki stórmannlegt að gráta utaní stjórnvöldum og heimta hjálp þaðan. Nær væri að hafa hóflega álagningu og SKILA til kúnnans þeim lækkunum á sköttum og tollum sem stjórnvöld ákveða.

En það er auðvitað til of mikils mælst, verslunin hugsar fyrst og fremst um eigin buddu, svo skammsýnt sem það nú er. Og því uppsker hún sem hún sáir, kúnnin leitar annað.

Gunnar Heiðarsson, 7.5.2015 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband