Föstudagsgrín

Roskin hjón komu til læknis. Vandamálið var það að maðurinn hafði bara ekki nokkra einustu löngun til að stunda kynlíf. Læknirinn hugsaði sig um í nokkra stund – en sagði svo varfærnislega: „Eins og er hef ég enga lausn á vandamáli ykkar – en ég er hérna með nýtt lyf, sem hefur ekki verið alveg fullprófað. Ef þið viljið taka áhættuna þá get ég látið ykkur hafa það en það verður alveg á ykkar ábyrgð.“

Hjónin ræddu málin en svo varð niðurstaðan sú að þau ákváðu að láta slag standa og prófa.

Læknirinn lét þau hafa hálfs mánaðar skammt og sagði að sennilega virkaði lyfið ekki fyrr en eftir nokkra daga. Jafnframt sagði hann við manninn að strax og hann fyndi til löngunar yrði hann að svara kallinu með það sama.

Eftir rúmar tvær vikur komu hjónin aftur til læknisins og auðvitað vildi hann vita hvernig lyfið hefði virkað. „Jú, jú það virkaði alveg eins og það átti að gera“ sagði maðurinn „En við megum aldrei aftur koma í Bónus á Völlunum í Hafnarfirði“.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband