FYRSTI SIGUR VETTELS Á HUNGARORING......

Og fyrsti sigur Ferrari þar, síðan Schumacher vann þar 2004.  Jafnframt jafnaði Sebastian Vettel met Ayrton Senna yfir fjölda mótssigra á ferlinum (minnir að sigranir séu 41).  Ræsingin hjá Ferrari-ökumönnunum var alveg stórkostleg hún var nánast endurtekning á ræsingu Williams-ökumannanna í Bretlandskappakstrinum.  Þetta var ekki dagurinn hans Raikkonens, þó svo að hann hafi byrjað alveg stórkostlega, en rétt áður en að öryggisbíllinn kom út tilkynnti hann um bilun og að hann væri að missa afl.  Þegar keppnin var rúmlega hálfnuð nýtti Rosberg sér bilunina hjá honum og tókst að komast framúr.  Nokkru síðar varð Raikkonen  að hætta keppni.  En Rosberg var ekki lengi í paradís því Ricciardo nálgaðist hratt og í slagnum um annað sætið lentu þeir í árekstri með þeim afleiðingum að Ricciardo skemmdi framvæng og hægra afturdekkið hjá Rosberg sprakk, þannig að báðir urðu að fara á þjónustusvæðið.  Þetta gerði það að verkum að Daniel Kyat komst í annað sætið en Ricciardo náði því þriðja en Rosberg féll niður í sjötta sætið.  Þetta var í fyrsta skipti á árinu sem Mercedes-liðið hafði hvorugan ökumann sinn á verðlaunapalli.  Þetta var mjög svekkjandi fyrir Raikkonen því það hefur verið mikil umræða um framtíð hans hjá Ferrari undanfarið og er jafnvel talað um að Ferrari sé að reyna að fá Bottas til liðsins næsta ár..........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband