Föstudagsgrín

Hann Pekka, sem var í skíðaherdeild Finna í vetrarstríðinu milli Finnlands og Rússlands. Var búinn að vera á vígstöðvunum í rúma þrjá mánuði, þegar honum var veitt fimm daga frí. En gallinn var bara sá að frá vígstöðvunum og heim til hans var tveggja daga ferðalag á skíðum. Þetta þýddi að hann hafði aðeins EINN dag heima því hann þurfti jú einnig að ferðast í tvo daga að heiman frá sér og til baka á vígstöðvarnar, þannig að hann varð að nýta timann heima vel.

Þegar hann kom til baka var hann að sjálfsögðu spurður útí heimkomuna af félögunum:

  • „Hvað var það fyrsta sem þú gerðir þegar þú komst heim“? Spurði einn.
  • „Gerði það með konunni“ Svaraði Pekka.
  • „Og hvað gerðir þú svo“? Spurði hinn aftur.
  • „Gerði það aftur með konunni“ Svaraði Pekka aftur.
  • „ En hvað var það þriðja sem þú gerðir“? Spurði þá félaginn.
  • „Tók af mér skíðin“ Svaraði Pekka.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband