Föstudagsgrín

Karl var standandi fyrir utan stórt hótel í Varsjá og hann var allsnakinn. Lögregluþjónn greip hann glóðvolgan.

"Jæja gæskur" sagði löggan. "Best að vefja einhverju utan um þig og svo förum við á stöðina."

"Bíddu aðeins" æpti Karl.

"Já en þú getur ekki staðið hérna allsnakinn!"

"Já en ég er að bíða eftir kærustunni minni" sagði Karl með tárin í augunum. "Áðan vorum við heima hjá mér uppi í sófa og þá fór hún að stynja svo undarlega og sagði að við skyldum drífa okkur úr fötunum og gera eitthvað skemmtilegt. Mig langaði að fara í bæinn og sennilega hef ég verið á undan henni..."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband