EKKI NÝTT VANDAMÁL

Þarna úir og grúir af alls konar "starfsemi" og virðist ekki vera nokkur einasta stjórn á því hvað fer þarna fram, ég veit ekki til að það sé bátur í einu einasta skýli þarna en hins vegar eru víst einver bifreiðaverkstæði og þessháttar starfsemi þarna og ýmislegt fleira sem alls ekki á heima á svona stað.  Hvernig ætli það sé, skyldi ekki vera neitt eftirlit með þeirri "starfsemi" sem þarna fer fram? Þetta lón (drullupollur) og umhverfi þess hefur lengi verið til vandræða í Hafnarfirði.  Það var lengi vel viss sjarmi að hafa þessi "bátaskýli" þarna en núna þegar nánast er um að ræða "ruslahaugahverfi" er kannski mál til komið að láta þetta hverfa.


mbl.is Hneyksluð á ömurlegri umgengni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála, þessi bátaskýli eru bara ruslahaugur og eiga að hverfa ef "eigendur" laga ekki húsin og umhverfið. Nokkrir búa þarna í mjög hrörlegum bátaskýlum. Hafnarfjarðarbær virðist ekki gera neitt í málinu árum saman.

Margret S (IP-tala skráð) 10.5.2016 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband