"TAUGARNAR" HJÁ MOSFELLINGUM KLIKKUÐU OG ÞVÍ FÓR SEM FÓR.

Sem sást nokkuð greinilega á því að þegar nokkrar mínútur voru eftir og leikurinn augljóslega tapaður.  Tóku Mosfellingar við sér og gerðu lokamínúturnar spennandi, en þetta lífsmark þeirra kom of seint og Haukarnir unnu þetta einvígi.  En Aftureldingarmenn geta borið höfuðið hátt, því þessi rimma er einhver sú mest spennandi, sem ég hef séð og í rauninni voru liðin það jöfn að sigurinn hefði geta lent hvoru megin sem var.  En sem betur fer lenti hann Haukamegin í þetta skiptið.  En ég verð að hrósa Loga Geirssyni fyrir hans þátt í lýsingunni, því ég veit að það er ekki gott fyrir gallharðan FH-ing að horfa upp á Hauka vinna titil.  Hann var virkilega góður í settinu hjá Hauki Halldórssyni.


mbl.is Haukar meistarar annað árið í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband