Föstudagsgrín

Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að efnið getur verið varasamt fyrir viðkvæma einstaklinga og sært blygðunarkennd þeirra verulega. Þeim einstaklingum er ráðlagt að hætta lestrinum ekki seinna en núna.

 

Fyrir nokkuð löngu síðan voru þrjár ungar stúlkur í verklegri kennslu í meinatækni. Ein þeirra hafði orðið sér úti um sæði og ákváðu þær nú að skoða þetta í smásjá. Kennarinn sá að þær voru að fást við eitthvað annað en þær áttu að vera að gera og gekk til þeirra. Hann spurði hvað þær væru að gera, stúlkurnar roðnuðu og ein þeirra stundi upp að þær væru bara að skoða munnvatn. Kennarinn skoðaði í smásjána í smástund en sagði svo við þá sem hafði orðið fyrir svörum: “Þú hefur gleymt að bursta í þér tennurnar í morgun“..........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband