Föstudagsgrín

Það var aðfangadagskvöld jóla og þjófur var búinn að brjótast inn í hús eitt. Skyndilega heyrir hann rödd sem segir: „Jesús sér þig.“

Þjófurinn lítur í kring um sig en sér engan og hugsar: „Þetta hlýtur að vera ímyndun.“ og heldur því næst áfram að leita að verðmætum. En þá heyrir hann aftur rödd sem segir: „Jesús sér þig.“

Nú reynir þjófurinn að finna eiganda raddarinnar og finnur páfagauk í búri. „Sagðir þú þetta?“ spyr þjófurinn.

„Já“ segir páfagaukurinn „og Jesús sér þig.“

„Hver heldurðu eiginlega að þú sért?“ spyr þjófurinn.

„Ég er Róbert.“ svarar páfagaukurinn.

„Róbert?“ spyr þjófurinn. „Hvaða hálfvita dettur í hug að kalla páfagaukinn sinn Róbert?“

„Sama hálfvitanum og dettur í hug að kalla Rottweiler varðhundinn sinn Jesús.“ svarar páfagaukurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband