DAPURLEGT AÐ VERÐA VITNI AÐ SVONA LÖGUÐU NÚ Á TÍMUM

En því miður virðist vera eitthvað um svona lagað.  Svo lengi sem innflytjendur koma með því hugarfari að aðlagast því þjóðfélagi, sem þeir setjast að í, skiptir LITARHÁTTUR ÞEIRRA OG ANNAÐ ÚTLIT EKKI NOKKRU EINASTA MÁLI. Mér er alltaf minnisstæð saga sem einn kunningi minn sagði mér og fleirum: Það var á þeim árum, sem nýlega var byrjað að fá erlenda menn í fótboltann hér á landi.  Það kom hörundsdökkur leikmaður til liðs við FH og eins og gengur og gerist þá voru skiptar skoðanir um þetta innan einnar fjölskyldu.  Eitt sinn voru leikmannamál til umræðu, við kvöldmatarborðið,  einn úr fjölskyldunni var með einhver niðrandi ummæli um þennan hörundsdökka leikmann.  Þá sagði fjölskyldufaðirinn með þunga: "ÞAÐ ERU ALLIR MENN EINS, HÖRUNDSLITUR SKIPTIR EKKI MÁLI, SKOÐAÐU BARA TUNGUNA Í HONUM HÚN ER ALVEG EINS OG TUNGAN Í ÞÉR".  Aldrei eftir þetta var talað niðrandi um fólk af öðrum litarhætti á þessu heimili.


mbl.is „Þetta líðum við ekki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband