KEPPNIRNAR Á SILVERSTONE OFT VERIÐ MUN BETRI EN NÚNA!

Það setti keppnina í dag augljóslega mikið niður að ekki skyldi vera um RAUNVERULEGA ræsingu að ræða.  Fyrir utan að keppnin skyldi hefjast að baki öryggisbílnum, sem að sjálfsögðu er nokkuð sem getur alltaf gerst, þá eru flestir sammála um það að hann hafi verið tveimur til þrem hringum of LENGI úti á brautinni, hann fór ekki inn fyrr en eftir fimm hringi og þá loksins byrjaði kappaksturinn.  En brautin þornaði fljótt og kom engum á óvart að það var Vettel, sem var fyrstur til að setja alvöru keppnisdekk undir en svo komu þeir hver á eftir öðrum og á tímabili var mikil traffík á þjónustusvæðinu og oft munaði litlu að það yrðu slys.  Það var nú frekar lítið um flotta framúrakstra en enn einu sinni var það Max Verstappen, sem gladdi áhorfendur þegar hann fór framúr Rosberg að utanverðu í Stove-beygjunni, en Rosberg náði öðru sætinu aftur.  En nokkrum hringjum EFTIR að hann fór aftur framúr Verstappen lenti hann í gírkassavandræðum og var leiðbeint úr þeim vandræðum í gegnum talstöðina, þau talstöðvarsamskipti eru nú til skoðunar hjá dómurum keppninnar og er verið að skoða hvort upplýsingarnar sem Rosberg fékk þar hafi verið löglegar eða ekki.  Eins og staðan er núna (áður en dómarar kveða upp úrskurð sinn), þá er forskot Rosberg á Hamilton, í keppninni um heimsmeistaratitilinn, einungis fjögur stig.  Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist í Ungverjalandi næst?


mbl.is Kórónaði helgina með sigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband