16.9.2016 | 00:11
Föstudagsgrín
Þrír menn biðu eftir inngöngu inn í himnaríki. Það hafði verið mjög mikið annríki þennan dag, þannig að Lykla-Pétur sagði þeim að himnaríki væri að verða fullt. Aðeins þeir sem hefðu dáið hræðilegum dauðdaga mættu koma inn. Hver er þín saga? spurði hann fyrsta manninn.
Maðurinn svaraði: Mig hafði lengi grunað að konan mín væri að halda framhjá mér, þannig að ég ákvað að koma snemma heim í dag og grípa hana glóðvolga. Þegar ég kom inn í íbúðina mína, sem er á 25. hæð í fjölbýlishúsi, fann ég að eitthvað var að. Ég leitaði út um alla íbúð, en fann engan óboðinn gest. Að lokum fór ég út á svalir og sá þá mann sem hékk í handriðinu. Ég varð alveg brjálaður og barði hann og sparkaði í hann, en hann ætlaði bara ekki að detta niður. Að lokum fór ég inn og náði í hamar og fór að berja hann á fingurna. Auðvitað þoldi hann það ekki lengi og datt niður í runna sem eru þarna beint fyrir neðan svalirnar. En fíflið var ennþá lifandi, þannig ég fór inn og náði í ísskápinn og henti honum niður. Þá loksins dó karlskrattinn. En öll þessi streita og áfall sem ég hafði lent í varð til þess að ég fékk hjartaáfall og dó þarna úti á svölunum.
Þetta fannst Pétri hljóma hræðilega og hleypti manninum inn.
Næst var komið að sögu annars mannsins: Þetta hefur verið mjög undarlegur dagur. Ég bý á 26. hæð í fjölbýlishúsi. Á hverjum morgni geri ég leikfimisæfingar úti á svölunum. En í morgun hlýt ég að hafa runnið einhverveginn, vegna þess að ég datt fram af svalagólfinu. En sem betur fer náði ég taki á svölunum fyrir neðan, á 25. hæð. Ég var búinn að hanga þarna mjög lengi og vissi að ég mundi ekki afbera þetta mikið lengur. En þá kom loksins maður út og ég hélt að þetta færi að taka enda. En í staðinn fyrir að bjarga mér fór hann að berja mig og sparka í mig. Ég hélt mér eins fast og ég gat, en maðurinn fór inn og náði í hamar og fór að berja mig á fingurna. Þá ákvað ég nú bara að sleppa takinu og datt niður í runna sem eru þarna beint fyrir neðan svalirnar. Ég var ennþá lifandi og hugsaði með mér að ég væri sloppinn. En allt í einu kemur ísskápur fljúgandi niður og dettur á mig og núna er ég hér.
Þetta fannst Pétri vera hræðilegt og hleypti manninum inn. Að lokum biður hann um sögu þriðja mannsins
Ímyndaðu þér eftirfarandi: segir hann við Pétur. Ég var að fela mig inni í ísskáp
Athugasemdir
Þú ert alveg frábær, Jóhann!
Jón Valur Jensson, 16.9.2016 kl. 01:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.