MIKIÐ UM AÐ VERA Í KAPPAKSTRI DAGSINS

Helsta málið var að sjálfsögðu slagur Red Bull ökumannanna um sigurinn og fram að þeim tíma sem sýndar-öryggisbíllinn kom út (Öryggisbíllinn sem slíkur kom aldrei út í þessari keppni en sýndar-öryggisbíllinn kom tvisvar sinnum út en á þessu tvennu er mikill munur.  Þegar sýndar-öryggisbíllinn er kallaður út eiga ökumenn að halda þeirri fjarlægð í næsta bíl sem var áður en hann var kallaður út en þegar raunverulegur-öryggisbíll er kallaður út eiga bílarnir að raða sér upp á eftir honum), voru yfirburðir Max Verstappen yfir Daniel Ricciardo mjög miklir enda var hann á nokkuð nýlegum dekkjum og bara tímaspursmál hvenær hann næði að taka framúr Ricciardo og ná þannig sigrinum.  Því varð það stóri vinningurinn fyrir Ricciardo að þeir voru báðir kallaðir inn og vilja menn meina að þarna hafi verið í gangi nokkurs konar "liðsskipun" og spurning hvort þetta eigi eftir að hafa einhverja eftirmála, í það minnsta var Max Verstappen allt annað en ánægður í viðtali á Channel 4.  Það var gaman að sjá að sjá að Jenson Button skyldi ná 7 sæti í sínum 300 kappakstri og enn eftirtektaverðara var að sjá Alonso koma úr síðasta sæti á ráslínu og ná því níunda.  Þá sýndi Rosberg óvenju mikla "grimmd" eftir snúninginn eftir samstuðið við Vettel í fyrstu beygju en eftir það lenti hann í síðasta sæti en með frábærum akstri og mörgum skemmtilegum framúr ökstrum, náði hann þriðja sætinu að lokum.  Nú er Rosberg með 23 stiga forskot á Hamilton og spurning hvort Hamilton tekst að vinna það forskot upp í þeim fimm kennum sem eru efir?  Þetta var í 100 skipti sem Hamilton hefur keppni á fremstu "ráslínu2 og vissulega hefði verið skemmtilegra fyrir hann að klára keppnina en svona er Formúlan, menn vita aldri hvað getur gerst....


mbl.is Verstappen maður dagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband