Föstudagsgrín

Maður nokkur var að aka bíl sínum heim í mikilli rigningu,  þegar hann sér unga konu  við bilaðan bíl sem veifar til hans, Maðurinn tekur  konuna gegnvota upp í, og spyr  hvert hún sé að fara, hún segist vera á leið í næsta bæ,  Maðurinn býður henni því heim, þar sem stutt var heim til hans og hún rennvot.Þegar heim er komið, eru skilaboð frá konunni hans að hún  hafi farið út að hitta  vinkonur sínar.

Nokkru seinna kemur frúin heim og fer upp  í svefnherbergi, og sér þar  manninn sinn vera í samförum við ókunnuga konu. Konan  hleypur niður og maðurinn á eftir, og í miðjum stiganum meðan hann hysjar upp um sig buxurnar  kallar hann, "ég get útskýrt" konan stoppar og segir "ég myndi elska að heyra þig útskýra  þetta".  " Sko, ég var að keyra  heim og stoppa fyrir konunni þar sem hún stóð út í rigningunni og bauð hjálp mína, svo komum við hingað og hún  spurði mig hvort konan  mín ætti einhver gömul föt til að lána henni", "ég sagði þá að þú ættir buxur sem þú væri löngu  hætt að nota, og blússu sem þú værir löngu, löngu  hætt að nota, einnig lét ég hana hafa sokka og skó sem þú varst löngu síðan  hætt að nota, og að endingu lét ég hana hafa jakka sem þú varst fyrir lifandis löngu hætt að nota". Svo sagði maðurinn daufum  orðum, "svo spurði stúlkan mig hvort það væri eitthvað fleira sem þú værir hætt að  nota"........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha.ha.ha.

Gódur.wink

Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 28.10.2016 kl. 07:32

2 Smámynd: Ómar Gíslason

He he he GÓÐUR  smile

 

Ómar Gíslason, 28.10.2016 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband