EÐLILEGA HÆKKAR ALLT EF ALLT VERÐUR UPPI Á BORÐUM EFTIR VIRÐISAUKASKATTSHÆKKUNINA?

En verður það þannig?  Það er varla í nokkurri atvinnugrein, hér á landi, sem er eins mikið um undanskot frá skatti (öðru nafni "svarta atvinnustarfsemi") eins og í ferðaþjónustunni.  Og svo eru þeir sem standa skil á öllum opinberum gjöldum (sem eru ekki margir).  Þeir hafa hingað til verið með allar sínar tekjur í lægra þrepinu (það er greiddur 11% virðisaukaskattur af tekjunum) en aftur á móti eru þeir með megnið af sínum kostnaði í efra  þrepinu (það er að segja að kostnaðurinn er í 24% þrepinu), þetta kemur þannig út að þeir sem eru með mikinn kostnað fá mun meira greitt í innskatt heldur en þeir borga í útskatt og til að auka þennan mun enn meira eru þeir sem þiggja laun hjá þessu fyrirtækjum EKKI LAUNÞEGAR HELDUR VERKTAKAR OG OFAN Á LAUNIN LEGGST 24% VSK, SEM FYRIRTÆKIÐ FÆR SVO ENDURGREIDDAN SEM INNSKATT. Að sjálfsögðu kemur verðlag til með að hækka þó svo að einhver fyrirtæki komi til með að starfa áfram "svart".......


mbl.is Verðlag mun taka kipp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband