FREKAR LITLAUS KEPPNI.......

Vettel náði öðru sætinu strax í ræsingu en honum tókst ekki að komast frammúr Valtteri Bottas.  En á 13 hring fór Carlos Saint inn í hliðina á Lance Stroll og í kjölfarið kom öryggisbíllinn út og notaði þá Mercedes-liðið tækifærið til að kalla báða bílana inn og komu upp vandamál við afgreiðslu á báðum bílunum og þegar upp var staðið þá komst Vettel framfyrir þá báða og þannig var staðan allt til loka keppninnar.  Þetta var ekki dagurinn hans Bottas, því það var alltaf eitthvað að hrjá hann alla keppnina.  Í byrjun keppninnar var það dekkjaþrýstingurinn, sem var ekki réttur og svo tók við eitthvað vandamál með vökvaþrýstinginn.  Þetta varð til þess að hann "hleypti" Hamilton frammúr sér til að freista þess að vinna Vettel en til þess vantaði að keppnin væri minnst 20 hringjum lengri.  Verst var að sjá Max Verstappen falla úr keppni vegna vandamála í bremsum.  Hann skaut Ricciardo aftur fyrir sig og er þetta önnur keppnin þar sem Ricciardo verður að lúta í gras fyrir liðsfélaga sínum og hlýtur hann að vera orðinn verulega áhyggjufullur vegna þess.  Vonandi verður meira í gangi í Rússneska kappakstrinum eftir tvær vikur.


mbl.is Vettel óbifanlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband