Föstudagsgrín

Þrjár konur hittast í saumaklúbb, ein á kærasta, önnur er trúlofuð en sú þriðja er harðgift, og búin að vera lengi. Þær eru allar sammála um að það hafi verið einhver kynlífsskortur í samböndum þeirra upp á síðkastið, kallarnir þreyttir þegar þeir koma heim úr vinnunni og lítil stemning almennt. Þær ákveða að reyna að leysa þetta vandamál og fara inn á Google og gúggla "sex crisis". Upp kemur grein eftir afar virtan bandarískan kynlífsfræðing, en í greininni er fullyrt að fátt sé betur til þess fallið að endurvekja neistann í sambandinu heldur en að klæðast níðþröngum svörtum latexgalla og koma þannig manninum á óvart þegar hann kemur úr vinnu. Í kjölfarið panta þær sér þrjá svarta latexgalla.

Í næsta saumaklúbbi ræddu þær árangurinn. Sú sem átti kærastann sagði: "Þetta er bara búið að vera með ólíkindum, kallinn hefur verið óstöðvandi síðan ég keypti þennan búning." Sú trúlofaða tók í sama streng og sagði: "Ég vissi bara ekki hvert kallinn ætlaði, við höfum meira og minna verið í rúminu síðan."

Gifta konan hafði nú aðra sögu að segja, og reyndar hafði hún bara klæðst búningnum einu sinni. Þegar hinar spurðu hana afhverju sagði hún: "Jú sko ég tróð mér í búninginn og var alveg tilbúin þegar kallinn kom heim úr vinnunni. Hann yrti hins vegar ekki á mig, henti sér bara beint upp í sófa, horfði á fréttirnar íþróttirnar, veðurfréttirnar og Kastljósið og svo þegar Kastljósið var að klárast öskraði hann:

Hey Batman!! Hvað er í matinn?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband