ÞJÓÐINNI BER SKYLDA TIL AÐ HAFNA NÚVERANDI FJÁRMÁLARÁÐHERRA......

Af þeirri einföldu ástæðu að sá sem gegnir svo veigamiklu embætti, þarf að hafa "lágmarksþekkingu" til að geta almennilega sinnt þeim störfum, sem embætti hans krefst.  Hann virðist fyrir það fyrsta ekki gera sér grein fyrir því að KRÓNAN á ekki nokkra sök á því hvort gengi hennar er sterkt eða veikt heldur koma þar til aðgerðir eða aðgerðarleysi viðkomandi stjórnvalda.  Kannski ætti Fjármálaráðherra að skoða sín verk eða rétta sagt aðgerðarleysi ("Árinni kennir illur ræðari").


mbl.is Benedikt: ber skylda til að hafna krónunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að sjálfsögðu. Bensi virðist líka vera við sama heygarðshornið og vanalega. Þú ættir að lesa það, sem Björn Bjarnason frændi hans skrifar á bloggsíðu sinni, og kallar grein sína "Fjármálaráðherra á Evru-villigötum". Björn hefur oftar en ekki sett ofan í við frændur sína á bloggsíðu sinni, enda hugsa ég líka, að þeir taki mark á því, sem hann segir. Ég hef nú stundum verið að segja, að það væri gaman að vera fluga á vegg í fjölskylduveislunum hjá þessu frændfólki, og athuga, hvernig samtölin ganga fyrir sig þar, ef minnst er á pólitík, þegar Bjarni og Björn eru á móti ESB, en Benedikt og Valgerður, systir Björns, eru ESB-sinnar, svo eitthvað eitt sé nefnt. Það held ég séu fjörugar veislur, en líka athyglisverðar. Ég verð annars að segja, að mér hefur alltaf fundist Bensi leiðinlegur, og ekkert erindi eiga í fjármálaráðuneytinu. Það er heldur ekki hægt að vinna með svona fólki eins og honum og hans liði, þegar hann talar alltaf þvert á það, sem ríkisstjórnin boðar. Þetta er álíka, eins og Bjarni og raunar Björn líka syngi Öxar við ána, en Bensi syngi Óla skans. Með þessu áframhaldi verður þetta varla langlíf ríkisstjórn. Ég vona það líka. Þetta gengur ekki.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.7.2017 kl. 22:18

2 Smámynd: Már Elíson

Erlendis er mönnum með þessa fortíð komið frá völdu strax vegna spillingar, þ.a.s. ef þeir fá að setjast í jafn ábyrgðarmikil sæti eins og þeir voru þó kosnir til. - Annars er það ekki rétt...Það var stjórnarkreppa og þetta varð niðurstaðan, 2 hægri flokkar sem rottuðu sig saman í því skyni að komast að kjötkötlunum.

https://stundin.is/grein/5130/matvaelaframleidsla-iss-fyrir-born-brytur-gegn-starfsleyfi/

Már Elíson, 21.7.2017 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband