Föstudagsgrín

Tveir gamlingjar, Jói og Siggi sitja á garðbekk í miðbænum. Þeir eru að gefa öndunum og spjalla um fótbolta eins og vanalega. Jói snýr sér að Sigga og spyr:

 "Heldurðu að það sé fótbolti í himnaríki?"

Siggi hugsar sig um og segir svo:

 "Ég veit það ekki. En gerum samning, ef ég dey á undan, þá geng ég aftur og segi þér ef það er fótbolti í himnaríki og ef þú deyrð fyrst, þá gerir þú það sama." Þeir handsala samninginn og nokkrum mánuðum síðar deyr Jói. Dag einn er Siggi að gefa öndunum, þegar hann heyrir hvíslað:

 "Siggi, Siggi..."

Siggi svarar:

 "Jói, ert þetta þú?" "Já," hvíslar andi Jóa til baka.

 "Er fótbolti í himnaríki?" spyr Siggi. "Ég er með góðar og slæmar fréttir," hvíslar andi Jóa. "Góðu fréttirnar fyrst," segir Siggi." "Það er fótbolti á himnum...."

 "Það er frábært!!" kallar Siggi upp yfir sig, "Hvaða fréttir gætu verið svo slæmar að þær skyggi á þessa frábæru fréttir,!?"

"Þú ert í marki á föstudaginn."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband