ÞARFT OG GOTT FRAMTAK.....

En ég sakna þess að ekki skuli vera fjallað um hverjir RAUNVERULEGIR vextir lánanna er (með raunverulegum vöxtum á ég við að vextir verða hærri eftir því hve oft á ári er borgað af láninu).  Menn geta sjálfir reiknað út RAUNVERULEGA vexti þegar þeir hafa uppgefna nafnvextina og hversu margir gjalddagar eru á láninu á ári.  Formúlan fyrir RAUNVERULEGUM vöxtum er: (1+(i/m))^m -1    Þar sem i eru nafnvextir (ath. að 5.5% vextir þarf að skrifa sem 0,055) og m er fjöldi gjalddaga á ári.  Þannig að ef þú greiðir 5,5% nafnvexti af láni og afborganir á ári eru 12 eru RAUNVERULEGIR vextir 5,641%.  En vonandi verður þessu bara bætt inn í og Björn á þakkir skildar fyrir þetta þarfa framtak..


mbl.is Auðveldar fólki að bera saman íbúðalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það verður nú dagur og stund áður en bankar og aðrir sem lána, útskýra blekkinguna sem þeir hafa Stundað í gegnum árin og hreinlega stela fjármunum almennings.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 25.9.2017 kl. 18:55

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mér sýnist að það sem þú kallar hér "raunverulega vexti" sé það sama og í lögum um neytendalán heitir "árleg hlutfallstala kostnaðar" (var áður kallað "virkir vextir"). Við útreikning árlegrar hlutfallstölu kostnaðar er reyndar ekki nóg að gera bara þessa leiðréttingu fyrir vaxtasvindlinu sem íslenskir bankar stunda, heldur þarf líka að taka öll önnur gjöld með í reikninginn, svo sem verðbætur, lántökugjald, seðilgjöld, tilkynningargjöld, greiðslugjöld og allt sem við á að éta hvaða nafni svo sem bankinn kýs að kalla það.

Ef þú hefur eitthvað fylgst með þeirri umræðu sem snúist hefur ólögmæti verðtryggðra neytendalána (þeirra sem gömlu bankarnir veittu fyrir hrun) þá byggist það einmitt á því að þessi útreikningur var í raun falsaður þannig að stærsti kostnaðarliðurinn var undanskilinn þ.e. verðbætur en með því voru neytendur blekktir til að halda að þeir hefðu efni á óborganlegum okurlánum. Núna liggur fyrir viðurkenning íslenskra stjórnvalda á þessu stórfellda broti gegn EES-samningum, en neytendur eiga rétt á skaðabótum fyrir tjón af völdum þess.

Það verður fróðlegt að sjá hvort einhverjir þeirra flokka sem nú sækjast eftir atkvæðum kjósenda vilji viðurkenna þá skaðabótaskyldu sem þannig hefur stofnast.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.9.2017 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband