Föstudagsgrín

Virðuleg frú gekk að prestinum og sagði honum frá vandamáli sínu: “Ég á í mestu erfiðleikum með fuglana mína, ég á tvo talandi kvenpáfagauka, en þeir segja bara eina setningu” – “Nú hvað segja þeir?” Spurði presturinn.“Hæ við erum vændiskonur villtu bregða á leik!” – “Þetta er hræðilegt!” hrópaði presturinn “en ég held að ég hafi lausn á þessu vandamáli þínu.  Komdu með páfagaukana heim til mín og ég skal kynna þá fyrir gaukunum mínum, sem ég hef kennt að biðja bænir og lesa biblíuna”.Frúin varð ógurlega ánægð og strax næsta dag mætir hún með páfagaukana til prestsins, sem skellir þeim beint í búrið til karlpáfagaukanna, sem héldu á talnaböndum og báðu til Guðs.  Kvenpáfagaukarnir heilsuðu hinum með virktum og sögðu: “Hæ við erum vændiskonur, viltu bregða á leik?”Annar karlpáfagaukurinn leit á hinn og sagði æstur: “Leggðu frá þér talnabandið, bænum okkar hefur verið svarað”.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Góður !!

Már Elíson, 5.5.2018 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband