Föstudagsgrín

Þessi kemur frá Dublin á Írlandi.  Kona nokkur var að kenna börnum í sunnudagaskóla.

 Hún var að prófa þau í hinum ýmsu siðferðisgildum, mikilvægi náungakærleika og hvað þyrfti að gera til að komast til himna.

Hún spurði börnin: „Ef ég seldi húsið og bílinn, héldi heilmikla „bílskúrssölu" og ánafnaði kirkjunni alla peningana, kæmist ég þá til himna????

„NEI" svöruðu börnin.

„Ef ég þrifi kirkjuna á hverjum degi. Hugsaði um garðinn og héldi öllu við, myndi það koma mér til himna"???

„NEI" svöruðu börnin aftur.  (Nú var konan farin að brosa)

„En ef ég verð góð við öll dýr, gef börnum sælgæti, verð góð við manninn minn (hvað sem hún hefur átt við með því), kemur það mér til himna"????

Aftur svöruðu allir „NEI" (Nú var hún alveg að springa úr stolti yfir því hversu vel þau höfðu lært).

„En hvernig kemst ég þá til himna"???? Hélt hún áfram.

Þá kallaði lítill sex ára strákur: „YUV GOTTA BE FOOKN´ DEAD!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Haukur Sigurjónsson

Hahahahahahaha made my evening bro :D

Einar Haukur Sigurjónsson, 1.6.2018 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband