"GREED IS GOOD"........

Sagði Gordon Gekko (Michael Douglas) í Wall Street myndinni þeirri fyrri (mig minnir að hún sé frá árinu 1987 en þó er það birt án ábyrgðar, ef þetta er ekki rétt verð ég vonandi leiðréttur).  Því miður er þetta ekki alveg rétt og sennilega er ferðaþjónustan að gjalda fyrir það.  Undanfarin ár hefur verðlagið verið langt út úr kortinu og alltaf verða erlendir ferðamenn "kjaftbit" á verlaginu.  En það grófasta sem ég hef orðið vitni að er verð á kaffi og tertusneið í Mývatnssveit en verðið var 3.400 krónur.  Og alltaf kemur sama svarið; JÚ KRÓNAN ER SVO HÁ.  En málið er nefnilega að þegar krónan hækkar verða þá ekki erlend innkaup hagstæðari?  Ættu þá ferðaþjónustuaðilar ekki að LÆKKA verðin???  Nei þeir gera það ekki því þá verður GRÓÐINN MINNI.  Ef nýtingin á hótelherbergjunum er að minnka, bendir það ekki til þess að verðið geti verið of hátt?  Getur ekki verið að þarna sé lögmál markaðsins númer eitt FRAMBOÐ OG EFTIRSPURN að láta á sér kræla?  Er alveg útilokað að ferðaþjónustan sjái hvað er að gerast????????


mbl.is Blikur á lofti í ferðaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband