ÞESSI DÓMUR ER EKKERT ANNAÐ EN ÖMURLEGT YFIRKLÓR

Og það er langur vegur frá því að þessu máli sé lokið.  Fyrir það fyrsta hefur málið ekki verið rannsakað af neinu viti.  Það hefur aldrei komið fram hvers vegna mál Guðmundar Einarssona og Geirfinns Einarssonar voru spyrt saman (bara þetta atriði er óskiljanlegt með öllu).  Þegar farið var fram á endurupptöku málsins árið 1997 og því var HAFNAÐ og var það skýrt í löngu máli, EN HVER VAR RAUNVERULEGA ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ AÐ EKKI VAR "HÆGT" AÐ TAKA UPP MÁLIÐ ÞÁ???  Það verður ekki um það að ræða að þessu máli ljúki fyrr en það verður rannsakað almennilega og niðurstaða fengin.  Lá kannski svo mikið á að fá niðurstöðu í þetta á sínum tíma, að einhverjum þætti það réttlætanlegt að "fórna" þessum sex ungmennum????  Trúðu menn því virkilega að þessi ungmenni væru sek um TVÖFALT MORÐ????  Og hvernig stóð eiginlega á því að mál Erlu Bolladóttur var EKKI tekið fyrir nú í þessari "endurupptöku"????? Spurningarnar vegna þessa máls eru mun fleiri en svörin........


mbl.is Vildi fá afstöðu til málsmeðferðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ungmennunum var fórnað því þau stóðu höllum fæti - lágu vel við höggi. Samhentur hópur glæpamanna sá um það. Ég er samt ekki sammála þér um að dómurinn sé yfirklór. Samkvæmt dómnum var sönnunarfærslan ógild. Þeir dæmdu sýknir saka.

En málinu er ekki lokið. Erla, sem var pyntuð til að bera sakir á aðra og játa morð á sjálfa sig, á eftir að fá sína sýknu. Vonandi kemur að því fyrr en síðar.

Og síðast en ekki síst, glæpamennina, sem létu sig hafa það að þvinga fram játningar með pyntingum, dæma fólkið í fangelsi, vitandi að játningarnar voru falskar og sannanir engar, og hylma yfir, á eftir að draga til ábyrgðar. Líklega er sök þeirra því miður fyrnd, en í það minnsta ætti að opinbera nöfn þeirra, birta af þeim myndir, greina frá því hvar þeir starfa, eða störfuðu, svo aðrir geti varað sig á þeim. Því þessir einstaklingar eru bæði hættulegir, og lágkúrulegustu skítseyði sem hægt er að ímynda sér.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.9.2018 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband