Föstudagsgrín

Þennan sendi mér dyggur lesandi og sendi ég honum bestu þakkir fyrir.

Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að efnið getur verið varasamt fyrir viðkvæma einstaklinga og sært blygðunarkennd þeirra verulega. Þeim einstaklingum er ráðlagt að hætta lestrinum ekki seinna en núna.

Íslenskur iðnaðarmaður fór til Parísar á vörusýningu. Þegar henni var lokið ákvað hann að skoða sig um í borginni. Þegar hann þreyttist fékk hann sér sæti á götuveitingahúsi nokkru. Ekki vissi hann fyrri til en ung og falleg stúlka kom og settist í auða stólinn á móti honum. Íslendingurinn kættist mjög, en fljótlega kom í ljós að stúlkan talaði enga ensku og Íslendingurinn talaði enga frönsku. Nú voru góð ráð dýr. En stúlkunni kom ráð í hug. Hún greip penna og servíettu og teiknaði á hana vínflösku og tvö glös. Íslendingurinn skildi þetta og var ekki seinn á sér að kalla á þjón og panta vín.

Þegar vínið kom tók stúlkan aftur pennann og nú teiknaði hún disk og hnífapör, og Íslendingurinn var fljótur að panta mat handa þeim. Þau borðuðu stórkostlega máltíð og þegar henni var lokið teiknaði stúlkan mynd af stóru hjónarúmi á servíettuna.

Íslendingurinn leit steinhissa á hana. „Ja, hérna!“ sagði hann. „Þetta er stórmerkilegt! Hvernig gastu vitað að ég er húsgagnasmiður?”

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband