ÞETTA OG OF MIKILL FARÞEGAFJÖLDI HEFUR VERIÐ STÓRT VANDAMÁL Í "HVALASKOÐUNARBRANSANUM" FRÁ UPPHAFI

En það hefur ekki mátt minnast á þetta.  Ég hef oft fylgst með ýmsum hvalaskoðunarbátum fara úr höfn og oft á tíðum hefur fólkið verið eins og síld í tunnu og ekki möguleiki að koma einum einasta manni í viðbót um borð.  Báturinn er svo "svagur" með allt þetta fólk um borð, þegar öll þessi þyngsli eru kominn fyrir ofan sjólínu er nokkuð augljóst að þyngdarpunkturinn er kominn ansi ofarlega (jafnvel lengst upp í mastur).  Þá er komið að alvarlegasta hlutnum; ER TIL BJÖRGUNARBÚNAÐUR FYRIR ALLA UM BORÐ EF EITTHVAÐ KEMUR UPPÁ???  Eins og segir í meðfylgjandi frétt. þá hafði báturinn leyfi fyrir 12 farþegum en var með 27.  Semsagt hafa sennilega eingöngu verið 12 flotgallar um borð.  Hvað hefðu þeir 15 sem voru eftir átt að gera??????  Það er full ástæða til að taka hart á þessum málum því slysin gera sjaldan boð á undan sér.................


mbl.is Fór ítrekað yfir leyfilegt farsvið sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband