COVID-19 STÓR ÁHRIFAVALDUR Í FORMÚLUNNI Í DAG..........

Keppnin í dag bar það alveg með sér að það eru óvenjulegir tímar.  Mistökin voru mun fleiri og alvarlegri en venja er til, áreiðanleiki bíla og véla var mun minni en venjulega og þar af leiðandi var margt í þessari keppni, sem kom verulega á óvart.  Í venjulegu árferði hefði  Hamilton aldrei gert þau mistök að þvinga Albon útaf brautinni, sem svo leiddi til þeirra snertingar, sem varð til þess að bíll Albons snerist á brautinni.  Sá sem, að mínu mati, var bestur í dag  var Lando Norris (McLaren) e hann keyrði mjög vel alla keppnina fyrir utan litla stund um miðbik keppninnar en það er engu líkara en þar hafi hann misst einbeitinguna í smástund.  Þá stóð liðsfélagi  hans hjá McLaren, Carlos Sainz sig einnig mjög vel og ekki ólíklegt að hann hafi einhverja bakþanka yfir að hafa ákveðið að yfirgefa McLaren og fara yfir til Ferrari á næsta ári.  En McLaren bíllinn hefur tekið miklum framförum undanfarna mánuði.  Þá voru það mikil vonbrigði að frétta það að Williamsliðið hefur verið sett á sölu vegna mikils taprekstrar undanfarið.  Ef Williamsliðið hverfur úr formúlunni verður það mikill sjónarsviptir......


mbl.is Bottas stóðst álagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband