ALLT ANNAÐ AÐ SJÁ TIL LIÐSINS EN Á MÓTI DÖNUNUM...............

Það hefði að mínu mati verið nokkuð sanngjarnt ef þeir hefðu farið út úr þessum leik með jafntefli.  Ég er náttúrulega hlutdrægur en mér fannst þetta ekki verra VÍTI,sem Lukaku náði sér í, mér fannst þessi STÓRI og STERKI maður detta full auðveldlega, en svo má segja það að sumir standa betur á löppunum en aðrir  Það er erfitt að  taka einhvern einn út úr Íslenska liðinu, allir stóðu sig vel, en þó má nefna þá Albert Guðmundsson og að mínu viti má Gylfi Þór fara að  passa sína stöðu, Guðlaugur Viktor var frábær og hans þriðji leikur þar sem hann fór alveg á kostum og gott ef hann er ekki bara búinn að tryggja sér sæti í  byrjunarliðinu og svo má ekki gleyma Rúnari Alex en það var ekkert sem hann gat gert í þessum tveim mörkum, sem Ísland fékk á sig og svo var boltameðferðin hjá honum einhver sú albesta sem ég hef séð hjá markmanni, ég er sannfærður um að Hannes Þór verði ekki lengi í viðbót aðalmarkmaður liðsins........


mbl.is Naumt tap gegn Belgum á Laugardalsvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég tek undir þetta sem þú skrifar um leið og athygli mín beindist að áræði leikmanna okkar við að halda boltanum og þar með gefa betri sendingar.

Þessi framför er að miklu leiti að þakka yfirbyggðu knatthúsunum.Kannski koma gæðin i ljós í afslöppun leikmanna sem lítið hafa fengið að spreyta sig.Sjaldan hef ég séð jafn vel að skoruðu marki okkar staðið,um leið fagna ég að ekki sáust þessir endalausu skallar á miðju vallarins,eins og svo oft þótt nægt pláss sé til að taka boltan niður með fótunum.--Já "tankurinn" hefði ekki þurft að detta nema til að fiska víti.-- En Belgarnir minntu mig á Toots Thilemans jazz munnhörpuleikara svo nú skrái ég hann i "spotify", Bestu kveðjur...    

Helga Kristjánsdóttir, 15.10.2020 kl. 02:20

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Svo ætti Þorgrímur Þráinsson að segja af sér. 

Sigurður I B Guðmundsson, 15.10.2020 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband