27.11.2020 | 02:12
Föstudagsgrín
Guðjón og Guðrún konan hans bjuggu í Mosfellsbæ, nálægt
flugvellinum þar sem listflugvélar hafa aðsetur og æfa sig.
Oft og mörgu sinnum horfði Guðjón á þessar flugvélar leika
allskonar listir og hann fékk sér oft göngutúr til að skoða
vélarnar.
"Guðrún mín," segir Guðjón við konuna sína. "Mig langar svo
að fara í flugferð með svona listflugvél!"
Guðrún, sem stóð rétt hjá flugmanninum svarar Guðjóni strax
Og segir: "Guðjón, veistu að flugið kostar tíu þúsund og tíu
þúsund eru jú tíu þúsund."
Svona gekk þetta hvað eftir annað og alltaf mátti Guðjón,
karlanginn heyra í viðurvist flugmannsins sem stóð og gerði
vélina sína klára fyrir æfingaflug, skammyrði frá Guðrúnu
konunni sinni að flugið kosti tíu þúsund og að tíu þúsund
séu tíu þúsund krónur!
Einn sólríkan dag komu þau hjónin að flugmanninum og aftur
segir Guðjón við Guðrúnu sína: "Guðrún mín, mig langar svo
að fara í flugferð með svona listflugvél. Ég er orðin
háaldraður og ef ég fæ ekki að fara núna mun ég aldrei fá
að upplifa það að fara í svona vél!"
Guðrún er söm við sig og svarar á sama hátt og alltaf:
"Guðjón, veistu að flugið kostar tíu þúsund og tíu þúsund
eru jú tíu þúsund."
En þá vippar flugmaðurinn sér að þeim og segir: "Heyrið nú
kæru hjón. Ég skal fljúga með ykkur bæði en það er aðeins
með einu skilyrði og það er að þið megið ekkert segja á
meðan á fluginu stendur-engin öskur eða neitt!"
"Ef þið segið eitthvað á meðan við erum í loftinu þá verðið
þið að borga mér tíu þúsund krónur."
Þau hjónin tóku þessu boði strax og voru viss um að þau gætu
haldið þetta út.
Flugmaðurinn flaug með þau í allskonar hringi, tók dýfur,
steypti vélinni niður, drap á henni og gerði allt til að
hræða þau hjónin og fá þau til að segja eitthvað svo að
hann myndi vinna sér inn tíu þúsund krónur. Flugmaðurinn
lenti svo vélinni og sagði: "Ja hérna hér... ég reyndi að
gera allt sem ég mögulega gat en það kom ekki eitt hljóð
frá ykkur og þetta er alveg magnað."
Þá segir Guðjón sem sat rólegur og sæll yfir fluginu:
"Ja...ég ætlaði að fara segja eitthvað við þið þegar Guðrún
datt út úr vélinni er þú hvolfdir henni, en tíu þúsund eru jú
tíu þúsund!"
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ÞAÐ VIRÐIST VERA EINA RÁÐIÐ, SEM SAMFYLKINGIN HEFUR TIL AÐ AU...
- ÞETTA LÍKAR MÉR..........
- ÆTLAR "SAMGÖNGURÁÐHERRA" AÐ LÁTA MEIRIHLUTA REYKJAVÍKURBORGA...
- ÞRÁTT FYRIR FRAMMISTÖÐU DÓMARANNA TÓKST EKKI AÐ KOMA Í VEG FY...
- ÆTLI ÞEIR GERI SÉR EKKI GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ ÞETTA "VOPNAHLÉ" ...
- NÚNA ÞEGAR RYKIÐ FER AÐ SETJAST EFTIR ÞETTA ÓHUGNANLEGA STRÍÐ...
- EN FYRIR HVERN ÞÓTTIST GUÐMUNDUR INGI VERA AÐ VINNA?????
- Á VIRKILEGA AÐ FARA ÚT Í ÞETTA FYRIRFRAM "DAUÐADÆMDA" VERKE...
- ÞAR SÝNA SAMFYLKINGARMENN LOKSINS SITT RÉTTA ANDLIT????????
- STÓRA LOFTSLAGSBLEKKINGIN........
- FLEIRI EN EIN HLIÐ Á ÞESSU MÁLI........
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖR...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 11
- Sl. sólarhring: 139
- Sl. viku: 1281
- Frá upphafi: 1855923
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 801
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er góð dæmisaga því það skipt ekki nokkru máli til eða frá hvort Guðjón sagði eitthvað þegar Guðrún var hvort sem er dottin út úr vélinni.
Því tíu þúsundkall er jú alltaf tíu þúsund
Magnús Sigurðsson, 27.11.2020 kl. 05:31
Benedikt Sveinsson er, eins og menn vita, greiðamaður mikill og góðmenni. Eitt sinn var Gunnar Sigurðsson staddur heima hjá honum, og fékk hann þá bréf frá Landsbankanum með kröfu um greiðslu á föllnum víxli. Guðrún, kona hans, sá bréfið og sagði: "Hvernig stendur á því, Benedikt, að þú skrifar aldrei upp á víxla fyrir aðra en þá, sem ekki borga?" "Nú", sagði Benedikt, "hinir þurfa þess ekki".
Leifur Sigfússon tannlæknir í Vestmannaeyjum smíðaði gervitennur í Srefán lögregluþjón, en gekk illa að fá þær greiddar. Eitt sinn mættust þeir á götu, og spyr Srefán Leif, hvert hann sé að fara. Leifur segist vera að fara niður í prentsmiðju með auglýsingu, og sé hún á þessa leið: "Lítið notaðar gervitennur til sölu. Eru til sýnis uppi í Stefáni lögregluþjóni".
Piltur einn kom inn á rakarastofu og bað um að láta klippa sig. "Hvernig viltu hafa hárið?" spurði rakarinn. "Ég vil hafa það eins og á honum bróður mínum". "Nú, hvernig hefur hann það?" spurði rakarinn. "Hann hefur það ágætt", svaraði hinn.
Svo er það Káinn: Tvö Prósent. Á bannlaga-árum í Bandaríkjunum mátti áfengisstyrkleiki bjórs eigi fara yfir tvö prósent.
Ég hlýt að slá við slöku
í slyngri ljóðamennt.
Það yrkir enginn stöku
á aðeins tvö prósent.
Pilsalengdin.
Kæru löndur! Hvað veit ég,
karl, um pilsin yðar,
en mér finnst lengdin mátuleg
milli hnés og kviðar.
Örvænting.
Eins og gömul, götótt flík,
gagnleg þó í fyrstu,
verð ég bráðum liðið lík
látinn ofan í kistu.
Og að lokum er það "gráa svæðið":
Ein þar nakin uppi í lá
aftur á bak á dýnu,
hvítu laki fletti frá
fyrirtaki sínu.
-----
Nú lifi ég þessu lífinu fríða,
um lauslæti hugs ég ekki par.
Fer snemma að hátta, er hættur að ríða
og hugsa um dyggðir og þess konar.
------
Það í heimi ég þrái mest
og þyrfti að fá mér bráðum:
Góða konu og góðan hest,
og geta riðið báðum.
-------
Allt er það á eina leið
úti í Baunalandi:
Mellan neitar mér um reið,
manninum sár-þurfandi.
-----
Seigur er karl við Amors-önn
og á nú barn í vonum.
Ekki nagar tímans tönn
tittlinginn á honum.
Sigurður I B Guðmundsson, 27.11.2020 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.