HEFUR "ÚTGERÐARAÐALLINN" SVO STERK ÍTÖK AÐ EKKERT VERÐI GERT Í VERÐLAGNINGARSVINDLINU HÉR Á LANDI????

Enn einu sinni er vakin athygli á furðulegri verðlagningu sjávarafurða hér á landi, með grein í Fréttablaðinu í dag SJÁ HÉR.  Það er algjörlega með ólíkindum að lesa um það að hægt sé að greiða Norskum skipum milli 220-230 kr/kg fyrir loðnu, sem er ekki komin með hrognafyllingu nema að mjög litlu leiti og það litla af henni sem hæft er til manneldis, fari þá á mjög lélega markaði en aftur á móti loðnan sem Íslensku skipin voru að veiða var komin með góða hrognafyllingu og fór þar af leiðandi á betri borgandi markaði en samt sem áður er einungis hægt að borga rétt um 100 kr/kg til Íslensku skipanna.  En það alvarlega í þessari "TVÖFÖLDU VERÐLAGNINGU", eru ekki eingöngu sjómenn sem eru HLUNNFARNIR heldur eru það sveitarfélögin (hafnargjöldin reiknast út frá aflaverðmætinu, skattayfirvöld (útgerðin og sjómenn greiða ekki þá skatta , sem þeir ættu að greiða), samfélagið verður af háum upphæðum því mismunurinn "HVERFUR" til aflandseyja og annarra skattaparadísa og margt meira mætti tína til.  En hver er útskýring "hagsmunaaðila" á þessu?  Jú þær  eru margvíslegar en eiga það oftast sameiginlegt að þær halda afskaplega sjaldan vatni og eru oftast bara hjákátlegar, ef menn leggja sig niður við að skoða þær nánar.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband