ÞETTA VAR ALVÖRU LEIKUR - EINS OG BIKARLEIKIR EIGA AÐ VERA..........

Fyrstu mínútur fyrri hálfleiks voru alveg skelfilegar en þar komust Framarar í 6:0, en smám saman unnu Valsarar sig inn í leikinn og þegar gengið var til hálfleiks var staðan 12:12.  Síðan byrjaði seinni hálfleikur illa hjá Völsurum og Framarar náðu þriggja marka forskoti en Valsarar komu sér inn í leikinn og eftir það skiptust liðin á að hafa forustuna og það var ekki fyrr en rúmlega átta mínútur voru eftir leiks, sem Valsarar tóku forystu og sigldu sigrinum í höfn.  Það verður ekki tekið af Frömurum að þeir spiluðu mjög vel og Valsarar þurftu að hafa vel fyrir sigrinum en Valsarar sýndu það og sönnuðu í dag að þeir eru bestir og með Björgvin Pál í banastuði í markinu (ég held að hann  hafi varið 14 skot allavega var hann með 46% markvörslu í leiknum) og með svona vörslu tapast ekki leikur........


mbl.is Valur er Íslands-og bikarmeistari 2021
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Alvöruleikur var líka áðan þegar Liverpool og Man.City gerðu jafntefli.

Sigurður I B Guðmundsson, 3.10.2021 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband