STRÁKARNIR OKKAR LÉKU SÉR AÐ EISTUNUM!!!!

Þrátt fyrir að mér þætti nú svolítill "doði" yfir okkar mönnum.  Dampurinn í þeirra leik var ekkert í líkingu við leikinn á móti Ísrael.  En strákunum okkar til varnar verð ég að segja að  það er mjög erfitt að spila á móti svona miklu lélegra liði, enda á tímabili í fyrri hálfleik, munað ekki miklu að Eistarnir næðu að draga strákana okkar niður á sitt "plan" en sem betur fer gekk það ekki eftir.  Markvarslan í fyrri hálfleik var bókstaflega engin og var alveg furðulegt að sjá þetta mikinn mun milli leikja.  Markvarslan í seinni hálfleik skánaði aðeins en var nokkuð langt frá því að vera á "pari".  Vörnin byrjaði fremur illa en hrökk svo í gang þegar fór að líða á ern sóknin gekk nokkuð vel.  Vonandi gengur betur á móti sterkari liðum því það er nokkuð öruggt að liðin sem við mætum í janúar, verða MUN sterkari en þetta lið...................


mbl.is Stórsigur Íslands í Tallinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband