ER NOREGUR MEÐ ANNARS KONAR SAMNING VIÐ ESB EN ÍSLAND??????

Ég horfði á fréttirnar í Norska ríkissjónvarpinu í gærkvöldi (NRK), verið var að kynna skýrslu um "hag" Noregs af EES samningnum (EØS aftalen).  Meðal annars er sagt í þessari skýrslu að EES samningurinn sé mun hagstæðari fyrir Noreg en tvíhliða samningurinn, sem ESB gerði við Kanada.  Þetta fannst mér afskaplega áhugaverð  niðurstaða svo ekki sé nú fastar að orði kveðið, því fyrir nokkrum árum síðan kom út skýrsla hér á landi, sem sagði að Kanada hefði náð  mun betri samningi við ESB en Ísland hafi í gegnum EES samninginn.  Það má kannski sega að hagsmunir Íslands og Noregs séu ekki alveg þeir sömu og þá hlýtur spurningin að vera sú: "HAGSMUNIR HVERRA VORU Í FORGANGI ÞEGAR EES SAMNINGURINN VAR GERÐUR????  SEGIR ÞETTA OKKUR EKKI AÐ NÚ SÉ FULL ÁSTÆÐA TIL AÐ SEGJA EES SAMNINGNUM UPP Í ÞAÐ MINNSTA ÞARF AÐ ENDURSKOÐA HANN RÆKILEGA????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband