MAÐUR SEM Á ÞAÐ SANNARLEGA SKILIÐ AÐ VEL GANGI HJÁ HONUM......

Þarna fer maður sem hefur byggt upp flottan rekstur af miklum dugnaði og eljusemi.  Þegar hann kom fyrst inn á markaðinn, voru ekki margir sem spáðu honum velgengni enda var búin að vera "STÖÐNUN" á þessum markaði mjög lengi.  En hann kom inn á þennan markað með "látum" og lét fólk vita af því að hann væri kominn og það til að vera.  Hann setti alveg ný viðmið í þessum "bransa" fyrir utan það að vera með ýmsar nýjungar, svo sem tilbúna fiskrétti og margar fisktegundir á boðstólum sem enginn hafði séð áður og svona mætti lengi telja.  En það sem ég tók fyrst eftir var hversu allt var þrifalegt og snyrtilegt og maður fann enga "fiskilykt", sem hafði löngum einkennt fiskbúðir.  Það var augljóst mál að hann hafði mikinn metnað fyrir því sem hann var að gera og hefur augljóslega fyrir öllu sem hann gerir og svoleiðis menn eiga virkilega skilið að vel gangi hjá þeim.  Og svo er eins gott að það komi fram svona lagað er ekki gert með "hangandi hendi" heldur þarf að vera "vakinn og sofinn" í þessu og þetta útheimtir alveg óhemju mikinn dugnað og vinnu.......


mbl.is Fiskikóngurinn skilar 110 milljóna hagnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband