KREPPAN ER BYRJUÐ AÐ LÆÐAST INN - EN ÞETTA ER BARA BYRJUNIN....

Strax í menntaskóla er fólki kennt að hagsveiflurnar séu fjórar; UPPSVEIFLA, STÖÐNUN þar erum við stödd núna), HNIGNUN og KREPPA (það  er misjafnt eftir hagfræðingum hvað þeir kalla þessar sveiflur en hugmyndin er sú sama hjá þeim öllum).  Hagfræðin talar um viðbrögð við hverju stigi fyrir sig og er markmiðið að draga úr umfangi hverrar þessarar sveiflu fyrir sig.  Nú ætla ég að ræða viðbrögð við TVEIMUR þessara hagsveiflna, það yrði fullmikil langloka hjá mér að fjalla um viðbrögð við þeim öllum.  Ef við byrjum á UPPSVEIFLUNNI; þá er talað um að það eigi að draga úr opinberum "framkvæmdum" eins og hægt er en það á ekki að koma niður á uppbyggingu nauðsynlegra innviða.  En hvað hafa stjórnvöld gert?  Jú þau hafa DREGIÐ SAMAN ÚTGJÖLD TIL INNVIÐANNA en aftur á móti hafa þau "SPREÐAÐ"  FJÁRMUNUM TIL HLUTA SEM KOMA ÞJÓÐINNI EKKERT VIÐ (fjármagn til loftslagsmála, sem við vitum ekkert í hvað fara og til Úkraínu og Palestínu, sem við vitum ekki heldur hvar lenda og ýmislegt fleira) og það sem verra er að það eru ekki til peningar fyrir þessu öllu og þá eru bara tekin LÁN fyrir þessu þannig að ástandið verður enn verra.  Þá er best að fjalla um viðbrögðin við KREPPU, sem að öllum líkindum er framundan.  Þegar KREPPA er skollin á verða oft mörg fyrirtæki gjaldþrota og  þá segir sig sjálft að atvinnuleysi eykst og velta í hagkerfinu dregst MIKIÐ saman.  ÞÁ ER MÆLT MEÐ ÞVÍ AÐ HIÐ OPINBERA (rík og sveitarfélög) NOTI ÞAÐ FJÁRMAGN, sem var sparað í UPPSVEIFLUNNI TIL FRAMKVÆMDA.  EN ÞVÍ MIÐUR "BRUÐLUÐU" RÁÐAMENN MEÐ FJÁRMAGN Í UPPSVEIFLUNNI OG ÞVÍ VERÐUR KREPPAN ENN VERRI FYRIR VIKIÐ.   Það er orðið langt síðan að ég frétti það að BÆÐI fyrirtæki og heimili væru orðin í MIKLUM vandræðum með að standa í skilum með lánin vegna HÁVAXTASTEFNUNNAR" sem er í gangi hér á landi núna. Bæði fyrirtæki og heimilin eru búin að nota það "VEÐRÝMI", sem hefur skapast vegna fasteignaverðshækkananna sem orðið hafa vegna vaxtastigsins og í nú er komið að skuldadögunum.  Það eru FJÖLDAGJALDÞROT framundan hjá fyrirtækjum í landinu,  afleiðingin af því verður að margir missa vinnuna, sem verður til þess að fólk getur ekki staðið við afborganir af þeim skuldum sem það er með og það missir íbúðarhúsnæðið sitt (TAKA TVÖ). Sumir vilja nú meina að þessi staða komi upp, hér á landi á 10 - 17 ára fresti og tími þessara sveifla í hagkerfinu sé alltaf að styttast.   ÆTTU STJÓRNVÖLD EKKI AÐ REYNA AÐ SPORNA VIÐ ÞESSARI ÞRÓUN OG JAFNVEL AÐ KOMA Í VEG FYRIR AÐ ÞETTA GERIST???  Þó svo að þetta sé og hafi verið gangurinn í hagkerfinu þá er ekki um neitt lögmál að ræða....

 


mbl.is Framkvæmdir í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kreppan byrjaði fyrir löngu síðan að læðast inn og núna er hún komin inn á stofugólfið á heimilunum.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.7.2024 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband