Á HÚSNÆÐI AÐ VERA HLUTI AF NEYSLUVÍSITÖLUNNI???

Við þessari spurningu er nú frekar einfalt svar (að mínum dómi) en auðvitað eru skiptar skoðanir um þetta mál eins og flest önnur umdeild mál.  Til eru þeir sem vilja húsnæðisliðinn alveg út úr neysluvísitölunni og þeirri forsendu að húsnæði sé EKKI NEYSLA heldur sé um að ræða SJÁLFSÖGÐ MANNRÉTTINDI SEM VARIN ERU Í STJÓRNARSKRÁ.  Ég hef velt  þessu nokkuð mikið fyrir mér og komist að því að báðir þessir hópar hafa nokkuð til síns máls og þar af leiðandi leyfi ég mér að leggja til nokkurs konar „Salómonsdóm“  í þessu máli:  Að mínum dómi ætti að taka HÚSNÆÐISVERÐ ÚT ÚR NEYSLUVÍSITÖLUNNI EN Á MÓTI ÆTTI AÐ TAKA UPP MEÐALKOSTNAÐ VIÐ AÐ REKA 150 FERMETRA ÍBÚÐARHÚSNÆÐI Á MÁNUÐI.

Að mínu áliti væri þarna um að ræða lausn, sem flestir ættu að geta sætt sig við aðrir en fjármagnseigendur en ég held að þeir séu ekki meirihluti landsmanna en vissulega eru þeir kannski MUN ÖFLUGRI ÞRÝSTIHÓPUR.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband