VAR HANN KANNSKI AÐ "SVERMA" FYRIR STARFI VARARÍKISSAKSÓKNARA??

Þessi skoðun er alveg þvert á það sem almenningur virðist hafa, þess vegna er þetta það fyrsta sem kemur upp í hugann....


mbl.is Ákvörðunin „áfall fyrir ákæruvaldið í landinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Róbert Spanó er ESB maður fram í fingurgóma og búinn að vera forseti Mannréttindadómstóls Evrópu. Sprenglærður lögfræðingur, en að sjálfsögðu pólitískur. Þessi grein hans er mjög pólitísk, og gleður vinstrimenn ábyggilega. Ég held að margt sem hann heldur fram sé mjög hæpið og annað rangt. Ég er viss um að lögfróðir menn gætu mótmælt honum Róbert Spanó. Hann skrifar eins og Helgi Magnús hafi engan rétt (eða lítinn) og er greinilega mjög andsnúinn því að Íslendingar séu sjálfstæðir.

Það var almenningur sem stóð með Helga Magnúsi og hjálpaði Guðrúnu að taka þessa ákvörðun sem hægt er að sætta sig við. Ef Helgi Magnús eða Sigríður ríkissaksóknari hefðu verið rekin er hætta á að stjórnin hefði sprungið.

Við þurfum að berjast fyrir sjálfstæði okkar sem aldrei fyrr, og Róbert Spanó sem er holdgervingur Evrópuvaldsins sýnir það vel með þessari grein sinni, að til er fólk sem metur manngerðan Evrópuréttinn fram yfir réttlæti og sjálfstæði.

Ja ef við höfum sett lög sem gefa bákninu í Brussel allt vald, ef hann hefur rétt fyrir sér, þá þarf að afnema þau lög svo þjóðin fái aftur sjálfstæði!

Landslög og alþjóðalög eru mannanna verk en ekki komin frá Guði! Þeim á að breyta ef þörf er á. Ekki Evrópubákninu í hag heldur þjóðinni. Við vitum það en ekki allir.

Ingólfur Sigurðsson, 12.9.2024 kl. 15:22

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sammála þér Jóhann og eins Ingólfi.

Tómas Ibsen Halldórsson, 12.9.2024 kl. 15:56

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Jón Steinar hakkaði þennan Spanjóa í sig áðan á Bylgjunni.  Ég held að sumir segi bara hvað sem er til að fá athygli.

Sigurður I B Guðmundsson, 12.9.2024 kl. 17:47

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sammála hér að ofan, og einnig dómsmálaráðherra tók ákvörðun með tjáninarfrelsinu. Að hann fékk að tjá sig og verja sig og sína fjölskyldu gagnvart hótunum frá glæpamanni.

Óðinn Þórisson, 12.9.2024 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband