FYLLILEGA VERÐSKULDAÐUR SIGUR......

Eftir fyrri hálfleikinn var ég bara bjartsýnn á að við fengjum jafnann og skemmtilegan úrslitaleik eins og leikurinn á milli Ungverjalands og Frakklands, var um þriðja sætið, en því miður fór það ekki svo.  Því einhverra hluta vegna fór  það svo að það mætti bara eitt lið til leiks í seinni hálfleikinn, hvort ástæðan hafi verið sú að Dönsku stelpurnar hafi bara eytt öllum kröftunum í fyrri hálfleikinn og bara "sprengt" sig því þær fóru að l´taa verja frá sér og töpuðu boltanum á ótrúlega klaufalegan hátt og Norska liðið er það gott að það refsar grimmilega fyrir svoleiðis klaufaskap.  Þó svo að ég hafi verið Noregs megin í þessum leik þá fannst mér nú átta marka sigur of mikill munur.

Vegna þess að í Norska liðinu voru TVENNAR TVÍBURASYSTUR (Solberg systur og Deila systur) datt mér í hug saga af manni, sem giftur var konu sem átti tvíburasystur.  Þær systur þóttu ótrúlega líkar og reyndist mönnum erfitt að finn út hvor var hver.  Enn kunningi hann spurði hann að því hvort ekki væri erfitt að finna úthvor væri konan?  "Nei nei"  svaraði vinurinn, "konan mín er sú sem fær alltaf höfuðverk á eftir".........


mbl.is Þórir Evrópumeistari í sjötta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband